Stærsta hljóðver á Íslandi 14. desember 2006 16:15 Sigrún Svanhvít óskarsdóttir með Védísi Ósk fyrir framan gamla lýsishúsið á Sólbakka sem verður brátt stærsta hljóðupptökuver á Íslandi. Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ . Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ .
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira