KaSa í Ráðhúsinu 1. desember 2006 10:30 Kasa-Tónlistarhópurinn í björtu veðri við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag. Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag.
Menning Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira