Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE 30. nóvember 2006 06:15 Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur tryggt sig fyrir óvinveitta yfirtöku á Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE. Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE.
Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira