Meinleg málsvörn borgarstjóra Dagur B. Eggertsson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræðunum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgarstjóri var skilinn einn eftir í andsvörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgarstjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkjunar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flóttaleg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samningsborðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekkert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skriflegu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Fréttablaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnisblaði í svörum til borgarráðs. Í borgarstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningunum fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samningsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undirstrika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmunum Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar