Norska ríkið selur í Storebrand 29. nóvember 2006 06:45 Þrír hluthafar með yfir níu prósenta hlut. Folketrygdfondet, sjóður í eigu norska ríksins, er ekki lengur stærsti hluthafinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand. Sjóðurinn tilkynnti á dögunum um að eignarhlutur hans væri kominn undir tíu prósent af heildarhlutafé Storebrand. Salan er talin til marks um að norska ríkið muni ekki blanda sér í þann slag sem kann að myndast um yfirtöku á fyrirtækinu. Stjórnendur Storebrand hafa lýst því yfir að þeir búist við að félagið verði tekið yfir áður en langt um líður. Þetta þýðir að Gjensidige, sem nýverið keypti stóran hlut af Orkla, hefur tyllt sér í efsta sæti yfir stærstu hluthafa Storebrand með 9,99 prósenta hlut. Norska ríkið á hins vegar 9,97 prósent. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, greindi frá því við vefmiðilinn e24.se í síðustu viku að bankinn ætti níu prósenta hlut í Storebrand. Skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga um virði hlutabréfa í Storebrand eftir skarpar gengishækkanir bankans að undanförnu. Sérfræðingar Morgan Stanley hafa sagt að hlutabréf félagsins séu á hagstæðum kjörum og ráðleggja fjárfestum að yfirvega bréfin. Verðleggja þeir bréfin á 91 krónu hlutinn en síðasta gengi var í 80. Citigroup ráðleggur hins vegar fjárfestum hvorki að kaupa né selja. Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Folketrygdfondet, sjóður í eigu norska ríksins, er ekki lengur stærsti hluthafinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand. Sjóðurinn tilkynnti á dögunum um að eignarhlutur hans væri kominn undir tíu prósent af heildarhlutafé Storebrand. Salan er talin til marks um að norska ríkið muni ekki blanda sér í þann slag sem kann að myndast um yfirtöku á fyrirtækinu. Stjórnendur Storebrand hafa lýst því yfir að þeir búist við að félagið verði tekið yfir áður en langt um líður. Þetta þýðir að Gjensidige, sem nýverið keypti stóran hlut af Orkla, hefur tyllt sér í efsta sæti yfir stærstu hluthafa Storebrand með 9,99 prósenta hlut. Norska ríkið á hins vegar 9,97 prósent. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, greindi frá því við vefmiðilinn e24.se í síðustu viku að bankinn ætti níu prósenta hlut í Storebrand. Skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga um virði hlutabréfa í Storebrand eftir skarpar gengishækkanir bankans að undanförnu. Sérfræðingar Morgan Stanley hafa sagt að hlutabréf félagsins séu á hagstæðum kjörum og ráðleggja fjárfestum að yfirvega bréfin. Verðleggja þeir bréfin á 91 krónu hlutinn en síðasta gengi var í 80. Citigroup ráðleggur hins vegar fjárfestum hvorki að kaupa né selja.
Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira