Aðhalds enn þörf að mati OECD 29. nóvember 2006 07:00 Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira