Lögin skilgreina nauðgun öðru vísi en almenningur 28. nóvember 2006 06:45 Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Leggja ætti áherslu á kynfrelsi við skilgreiningu á nauðgun því innan hugtaksins sameinast virðing fyrir persónu þolanda, athafnafrelsi og síðast en ekki síst sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Lagalegar skilgreiningar á kynferðisbrotum í dag endurspegla ekki eðli og inntak brotanna í núgildandi kynferðisafbrotakafla almennu hegningarlaganna. Þannig eru gerendur í kynferðisofbeldismálum dæmdir eftir þremur ólíkum greinum laganna þó að brotið sé í eðli sínu það sama. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur, Afbrotið nauðgun, sem byggt var á efni meistararitgerðar hennar í lögfræði sem hún flutti á málfundi Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Málþingið er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir í sextánda sinn en þar er þess freistað að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Þorbjörg bendir á að skilningur laganna á nauðgun sé allt annar en almennings. Samkvæmt lögunum sé aðeins um nauðgun að ræða ef ofbeldi eða hótun um ofbeldi kemur til. Sé það hins vegar ekki til staðar felur afbrotið ekki í sér nauðgun heldur ólögmæta kynferðisnauðung eða misneytingu sem varðar að hámarki sex ára fangelsi en nauðgun varðar allt að sextán ára fangelsi. Þorbjörg segir að núgildandi skilgreining nauðgunar feli ekki í sér næga viðurkenningu á því sem er í raun þungamiðja í afbrotinu nauðgun, það er kynfrelsi. „Kynferðislegt sjálfsforræði er einfaldlega ekki að fullu viðurkennt þegar það skiptir máli hvort gerandi er maki, hvort þolandi er ölvaður eða andlega fatlaður eða hvort „nauðgun" náðist fram með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Slík nálgun leggur kynfrelsi ekki til grundvallar, heldur nær því eingöngu fram að flokka kynferðisbrot eftir mismunandi verknaðaraðferðum." Þorbjörg segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Ef svarið er nei þá sé gerandinn sekur um nauðgun. Þorbjörg tók fram að frumvarp um breytingu á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, væri mjög til bóta frá því sem nú er. Í erindi sínu fjallaði Þorbjörg einnig um viðhorf til kynferðisafbrota í samfélaginu. Þar benti hún á að aðstæður skipti miklu máli og viðhorf samfélagsins hafi áhrif á lagasetninguna. Erindið var hluti af dagskránni 16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi þar sem þess er freistað að draga slíkt ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot.fréttablaðið/gva . Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Leggja ætti áherslu á kynfrelsi við skilgreiningu á nauðgun því innan hugtaksins sameinast virðing fyrir persónu þolanda, athafnafrelsi og síðast en ekki síst sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Lagalegar skilgreiningar á kynferðisbrotum í dag endurspegla ekki eðli og inntak brotanna í núgildandi kynferðisafbrotakafla almennu hegningarlaganna. Þannig eru gerendur í kynferðisofbeldismálum dæmdir eftir þremur ólíkum greinum laganna þó að brotið sé í eðli sínu það sama. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur, Afbrotið nauðgun, sem byggt var á efni meistararitgerðar hennar í lögfræði sem hún flutti á málfundi Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Málþingið er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir í sextánda sinn en þar er þess freistað að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Þorbjörg bendir á að skilningur laganna á nauðgun sé allt annar en almennings. Samkvæmt lögunum sé aðeins um nauðgun að ræða ef ofbeldi eða hótun um ofbeldi kemur til. Sé það hins vegar ekki til staðar felur afbrotið ekki í sér nauðgun heldur ólögmæta kynferðisnauðung eða misneytingu sem varðar að hámarki sex ára fangelsi en nauðgun varðar allt að sextán ára fangelsi. Þorbjörg segir að núgildandi skilgreining nauðgunar feli ekki í sér næga viðurkenningu á því sem er í raun þungamiðja í afbrotinu nauðgun, það er kynfrelsi. „Kynferðislegt sjálfsforræði er einfaldlega ekki að fullu viðurkennt þegar það skiptir máli hvort gerandi er maki, hvort þolandi er ölvaður eða andlega fatlaður eða hvort „nauðgun" náðist fram með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Slík nálgun leggur kynfrelsi ekki til grundvallar, heldur nær því eingöngu fram að flokka kynferðisbrot eftir mismunandi verknaðaraðferðum." Þorbjörg segir að miða mætti skilgreiningu um nauðgun við það hvort samþykki var fyrir hendi eða ekki. Ef svarið er nei þá sé gerandinn sekur um nauðgun. Þorbjörg tók fram að frumvarp um breytingu á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, væri mjög til bóta frá því sem nú er. Í erindi sínu fjallaði Þorbjörg einnig um viðhorf til kynferðisafbrota í samfélaginu. Þar benti hún á að aðstæður skipti miklu máli og viðhorf samfélagsins hafi áhrif á lagasetninguna. Erindið var hluti af dagskránni 16 dagar gegn kynbundnu ofbeldi þar sem þess er freistað að draga slíkt ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot.fréttablaðið/gva .
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira