Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala 28. nóvember 2006 06:15 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg árið 1947. Bygging þess hófst árið 1949 og var fyrsta deildin tekin í notkun fjórum árum síðar. Húsið var vígt árið 1957. HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,, Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,,
Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30