Innlent

Liður í að brúa launabilið

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

Laun starfsmanna Norðuráls hækka um 3,65 prósent um næstu áramót. Einnig kemur fimm hundruð króna aukahækkun ofan á launataxta hjá verkamönnum, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Samkvæmt kjarasamningi Norðuráls áttu laun að hækka um þrjú prósent um næstu áramót. Í kjarasamningi Norðuráls var kveðið á um að ef aðilar vinnumarkaðarins myndu ná samkomulagi um endurskoðun á kjarasamningum á árinu 2005 og 2006 þá myndi það einnig gilda fyrir kjarasamning Norðuráls.

Í fyrra náðist samkomulag á milli ASÍ og SA um 0,65 prósenta hækkun 1. janúar 2007 til handa félögum ASÍ til viðbótar við þá hækkun sem kveðið er á um í einstökum samningum. Almennt munu laun hækka um 2,9 prósent um næstu áramót. Umframhækkunin hjá Norðuráli er liður í að brúa það launabil sem er á milli Norðuráls og annarra verksmiðja í sambærilegum iðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×