Algjört bann við botnveiði órökstutt 24. nóvember 2006 03:30 Íslendingar eru mótfallnir því að banna algjörlega botnvörpuveiðar á úthöfunum. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða. Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða.
Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira