Innlent

Sjö milljarða til lífeyrisþega

Stjórnarandstaðan.
Stjórnarandstaðan. MYND/valli

Stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu í gær sameiginlega breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Snýr hún að bættum kjörum lífeyrisþega og er í sex liðum.

Tillagan er sú eina sem stjórnarandstaðan gerði við aðra umræðu fjárlaga og sagði Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, það til marks um samstöðu flokkanna.

Aukin útgjöld ríkissjóðs vegna tillagnanna nema rúmum sjö milljörðum og sagði Ögmundur Jónasson, VG, þá fjárhæð rúmast innan ramma fjárlaga. Þó væri mest um vert að taka á bágum kjörum þeirra sem lakast standi og Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslyndum, lagði áherslu á að með hækkun frítekjumarks og afnámi tenginga lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka væri hvatt til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði og þannig mætti nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×