Innlent

Þá var kátt í Kauphöllinni

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, John A. Thain, forstjóri Kauphallar New York, Geir H. Haarde og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, John A. Thain, forstjóri Kauphallar New York, Geir H. Haarde og Björgólfur Thor Björgólfsson.

Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni í New York í fyrsta skipti á þriðjudaginn. Geir H. Haarde forsætisráðherra hringdi út viðskiptin í kauphöllinni síðdegis.

Kauphöllin stóð fyrir fundi fyrr um daginn þar sem ráðherra flutti ávarp fyrir aðila úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi. Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fluttu einnig ávörp. Síðan gafst fundargestum kostur á að spyrja spurninga.

Að því loknu var athöfn þar sem John A. Thain, forstjóri Kauphallarinnar í New York, færði Geir fundarhamar að gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×