Innlent

Úthafskarfaveiði minnkuð

Ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, lauk í London nýverið. Á fundinum var meðal annars fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, og makríl fyrir árið 2007.

Náðist samkomulag um að á næsta ári verði leyft að veiða samtals 46 þúsund tonn af úthafskarfa. Það er rúmlega 26 prósentum minna en meirihluti NEAFC-ríkja samþykkti fyrir árið í ár. Einnig var samþykkt að stöðva tímabundið nýhafnar karfaveiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Noregshafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×