Innlent

Borgarstjóri snýr út úr

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi ætlar að kanna hvort leita eigi eftir áliti Eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess hvernig staðið var að gerð viljayfirlýsingar við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu menningarmiðstöðvar í Grafarvogi.

Stefán telur viljayfirlýsinguna stangast á við fyrirliggjandi álit lögmanna Reykjavíkurborgar um að framkvæmdin sé útboðsskyld á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann telur málsmeðferðina alla og skýringar borgarstjóra og formanns borgarstjórnar á henni, mjög gagnrýniverða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×