Innlent

600.000 tonna álver ekki nefnt

Segir umfjöllun um 600 þúsund tonna álver úr lausu lofti gripna.
Segir umfjöllun um 600 þúsund tonna álver úr lausu lofti gripna. MYND/GVA

Bjarne Reinholdt, framkvæmdastjóri Norður- Atlantshafsskrifstofu Norsk Hydro á Íslandi, segir að umræða sumra íslenskra fjölmiðla um þær fyrirætlanir fyrirtækisins að byggja 600.000 tonna álver algerlega úr lausu lofti gripna. Hann segir einnig að fyrirtækið ætli sér ekki að leggja niður álver í Noregi heldur þvert á móti séu fyrirætlanir um að auka þá starfsemi á næstu árum.

Bjarne segir að allir viti að slíkt álver sé allt of stórt fyrir Ísland og það séu engar forsendur til reksturs þess. Hann ítrekar að fyrirtækið hafi mörg járn í eldinum og álver sé aðeins eitt þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×