Innlent

Tvöföld notkun vegna kulda

Mikið hefur verið notað af heitu vatni undanfarna daga vegna kuldatíðar. Þannig dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn miðvikudag sem er tvöföld meðalnotkun.

Til samanburðar má geta þess að mest var notkunin á aðfangadag árið 2004 þegar álagið fór í 14.400 tonn. Núverandi afkastageta Orkuveitu Reykjavíkur er um 16.000 tonn á klukkustund, en hún verður aukin árið 2009 þegar farið verður að framleiða heitt vatn í Hellisheiðarvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×