Innlent

Útiskólastofa opnuð í frosti

Nemendur og kennarar í Norðlingaskóla, ásamt foreldrum barnanna, í útiskólastofunni sem opnuð var við skólann í gær.
Nemendur og kennarar í Norðlingaskóla, ásamt foreldrum barnanna, í útiskólastofunni sem opnuð var við skólann í gær.

Hátt á þriðja hundrað manns komu saman í frosti í Bjarnarlundi við Norðlingaskóla í Reykjavík í gær þegar opnuð var útiskólastofa sem notuð verður við kennslu í skólanum. Af þessu tilefni bökuðu nemendur skólans brauð yfir opnum eldi og hituðu kakó sem gestir opnunarinnar gæddu sér á.

Að sögn Sifjar Vígþórsdóttur, skólastjóra í Norðlingaskóla, er ætlunin að nemendum skólans verði kennt í útiskólastofunni að minnsta kosti einu sinni á tveggja vikna fresti. Sif segir að tilgangurinn með útiskólastofunni sé meðal annars að sýna fram á að nám þurfi ekki nauðsynlega að fara fram við borð inni í skólastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×