Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta 17. nóvember 2006 01:30 Svæðið þar sem piltarnir réðust á manninn. Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp. Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp.
Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira