Innlent

Bótaskyldan er enn óljós

Féll sex metra niður
Verið er að afla upplýsinga um tildrög slyssins en Pólverjinn man ekki sjálfur hvernig það bar til. Myndin er úr safni. Húsið á myndinni var í byggingu en tengist ekki endilega fréttinni beint.
Féll sex metra niður Verið er að afla upplýsinga um tildrög slyssins en Pólverjinn man ekki sjálfur hvernig það bar til. Myndin er úr safni. Húsið á myndinni var í byggingu en tengist ekki endilega fréttinni beint.

Pólverji féll af uppslætti eða plötu við húsbyggingu í Borgartúni í júní og slasaðist alvarlega. Hann er nú í endurhæfingu. Verið er að rannsaka tildrög slyssins og kanna hugsanlega bótaskyldu en enn er allt óljóst um hana.

Pólverjinn var nýkominn til landsins og var við vinnu sína við húsbyggingu í Borgartúninu þegar hann féll sex metra niður af uppslætti eða húsplötu. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og brotnaði illa og var strax fluttur á sjúkrahús. Maðurinn naut fullra sjúkraréttinda hjá Tryggingastofnun ríkisins og hefur notið heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Ekki er ljóst hver var vinnuveitandi mannsins þegar slysið varð, hvort það var aðalverktaki eða undirverktaki, og því ekki ljóst með bótaskyldu.

Verið er að afla upplýsinga um tildrög slyssins en Pólverjinn man ekki sjálfur hvernig það bar til. Þegar vinnuslys verða, hvort sem það er af völdum vinnuaðstæðna eða samstarfsmanna, eru vinnuslysin rannsökuð af hálfu Vinnueftirlitsins og lögreglu. Slík rannsókn er í gangi. Þegar niðurstaða rannsóknar á tildrögum slyssins liggur fyrir verður tekin ákvörðun um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×