Innlent

Litlum manni lá á í heiminn

stoltir foreldrar Sveinn Speight og Silvía Ósk Speight ásamt nýfæddum syni sínum.
stoltir foreldrar Sveinn Speight og Silvía Ósk Speight ásamt nýfæddum syni sínum.

Sá sérstaki atburður átti sér stað í gær að barn kom í heiminn í bíl á Reykjanesbrautinni. Foreldrar drengsins voru á leiðinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem fæðingin átti að eiga sér stað.

Sveinn Speight, hinn nýbakaði faðir, segir að Silvía Ósk, kona hans, hafi misst vatnið áður en þau lögðu af stað úr Hafnarfirði en þau ákváðu að freista þess að komast til Keflavíkur.

„Það var ekki um annað að ræða en að stöðva bílinn og taka á móti barninu. Ég var í sambandi við sjúkraflutningamenn sem leiðbeindu mér í gegnum síma meðan á fæðingunni stóð. Sjúkrabílarnir komu síðan skömmu eftir að strákurinn fæddist og keyrðu okkur á Heilbrigðisstofnun Suður-nesja,“ segir Sveinn.

Fyrir eiga Sveinn og Silvía fimm ára strák og átján mánaða stelpu og heilsast móður og hinum nýfædda syni vel. Drengurinn var 4.125 grömm og 53 sentímetrar á lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×