Innlent

Þrettán ára piltar játa íkveikjur

Tveir þrettán ára piltar hafa játað að hafa kveikt í á tveimur stöðum á Akranesi í júní á þessu ári. Annars vegar kveiktu þeir í brettastæðum við Sementsverksmiðju bæjarins og hins vegar í tjörhreinsitanki við birgðastöð Olís.

Báðir brunarnir ollu umtalsverðu tjóni á munum og mannvirkjum. Lögreglunni á Akranesi bárust upplýsingar í vikunni um hverjir hefðu verið þarna að verki og voru piltarnir tveir færðir til yfirheyrslu í kjölfarið. Þeir játuðu brot sín skýlaust. Piltarnir eru þó ósakhæfir sökum ungs aldurs en mál þeirra hefur verið sent félagsmálayfirvöldum til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×