Ticket styrkist í viðskiptaferðum og skoðar fleiri yfirtökur 16. nóvember 2006 06:00 Pálmi haraldsson í fons Ticket, sænska ferðaskrifstofukeðjan, vex með kaupum á MZ Travel. MYND/Vilhelm Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. Stjórnendur Ticket munu einnig vera að skoða kaup á fleiri fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. MZ Travel hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum í sölu á ferðalögum fyrir viðskiptalífið en sala slíkra ferða er arðbærari en annarra ferðalaga. Greiðir Ticket 580 milljónir króna fyrir félagið en kaupverðið er að hluta til tengt rekstrarárangri MZ í ár og getur farið hæst í 750 milljónir króna. Velta MZ var um átta milljarðar króna í fyrra og skilaði félagið um fjörutíu milljóna króna hagnaði. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta fyrirtækjanna nemi 45-55 milljörðum króna á þessu ári og hagnaður verði um eitt prósent af veltu eða tæpur hálfur milljarður króna. Kaupin styrkja þau markmið stjórnenda Ticket að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (EBITDA) verði um sjö prósent af veltu innan þriggja ára. Viðskipti Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. Stjórnendur Ticket munu einnig vera að skoða kaup á fleiri fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. MZ Travel hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum í sölu á ferðalögum fyrir viðskiptalífið en sala slíkra ferða er arðbærari en annarra ferðalaga. Greiðir Ticket 580 milljónir króna fyrir félagið en kaupverðið er að hluta til tengt rekstrarárangri MZ í ár og getur farið hæst í 750 milljónir króna. Velta MZ var um átta milljarðar króna í fyrra og skilaði félagið um fjörutíu milljóna króna hagnaði. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta fyrirtækjanna nemi 45-55 milljörðum króna á þessu ári og hagnaður verði um eitt prósent af veltu eða tæpur hálfur milljarður króna. Kaupin styrkja þau markmið stjórnenda Ticket að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (EBITDA) verði um sjö prósent af veltu innan þriggja ára.
Viðskipti Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent