Innlent

Kostnaður við snjóflóðavarnir 750 milljónir

Áætlað er að snjóflóðavarnir við Bolungarvík kosti um 750 milljónir króna og taka muni tvö til þrjú ár að reisa þær.

Þetta kom fram á kynningarfundi umhverfisráðuneytisins sem haldinn var á Bolungarvík í síðustu viku. Samkvæmt áhættumati sem kynnt var fyrir fjórum árum er verulegur hluti Bolungarvíkur á snjóflóðahættusvæði. Til þess að tryggja öryggi íbúa bæjarins eins og kostur er hafa verið gerðar tillögur um varnaraðgerðir sem felast í um 700 metra löngum þvergarði og átta keilum ofar í fjallinu. Varnargarðurinn verður 18 til 22 metra hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×