Aðstoð við sveitir landsins aukin 15. nóvember 2006 06:30 „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna. Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna.
Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira