Innlent

520 tjón á síðustu sex árum

gatnamótin hættulegu Þar slösuðust rúmlega 200 einstaklingar á síðustu sex árum.
gatnamótin hættulegu Þar slösuðust rúmlega 200 einstaklingar á síðustu sex árum.

Flest umferðaróhöpp í Reykjavík urðu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Sjóvár Forvarnarhúss.

Tólf einstaklingar slösuðust á þessum gatnamótum á síðasta ári í 67 tjónum sem var örlítil fækkun á tjónum frá árinu áður.

Á síðustu sex árum hafa rúm 520 tjón orðið á þessum gatnamótum og rúmlega 200 einstaklingar hafa slasast.

Í skýrslunni er fyrirhuguðum mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fagnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×