Ökumaður á svörtum BMW stakk af 15. nóvember 2006 06:45 Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu.
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira