Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur gefið út DVD-mynddiskinn And Through It All sem hefur að geyma tónleikaupptökur frá árunum 1997 til 2006.
Á disknum, sem er tvöfaldur, eru m.a. upptökur frá fyrstu tónleikum hans í París, frá Live 8 og frá síðustu tónleikaferð hans, Close Encounters, sem vakti mikla hrifningu. Yfir fimmtíu lög eru á disknum sem spanna allan feril Robbie, þar á meðal Feel, Angels, No Regrets, Let Me Entertain You, Come Undone og nýjasta smáskífulagið Rudebox. Er það einmitt að finna á samnefndri plötu hans sem kom út í síðasta mánuði.