Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar 15. nóvember 2006 08:15 Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira