Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum 14. nóvember 2006 06:45 Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira