Innlent

Vill að fólk taki ábyrgð á eigin lífi

guðbjörg sveinsdóttir og ron coleman
Coleman er mikill efasemdamaður sjúkdómsgreininga en leggur þess í stað áherslu á að fólk taki ábyrgð á eigin lífi.
guðbjörg sveinsdóttir og ron coleman Coleman er mikill efasemdamaður sjúkdómsgreininga en leggur þess í stað áherslu á að fólk taki ábyrgð á eigin lífi.

70 prósent þeirra sem heyra raddir hafa lent í áföllum segir Ron Coleman, fyrirlesari á ráðstefnu Rauða krossins um geðklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur var ein þeirra sjötíu sem sóttu ráðstefnuna og var hún mjög hrifin af nálgun Rons Coleman á heimi þeirra sem heyra raddir.

„Coleman á sér merkilega sögu en hann var inni og úti af geðdeildum í tíu ár vegna radda sem hann heyrði og heyrir enn. Það var ekki fyrr en hann komst í kynni við samtök fólks sem heyra raddir að hann fór að ná bata,“ segir Guðbjörg.

„Í samtökunum er það viðhorf ríkjandi að raddirnar séu raunverulegar en ekki líffræðilegt fyrirbæri sem hægt sé að lækna með lyfjum. Coleman hefur einnig lesið sér til um rannsóknir sem sýna að aðeins 33 prósentum þeirra sem heyri raddir gagnist lyf en í 67 prósentum tilfella þurfi annað og meira til. Coleman komst að því að meirihluti þeirra sem heyra raddir hefur lent í áföllum en hann var misnotaður af kaþólskum presti aðeins tíu ára gamall.“

Guðbjörg nálgun Colemans mjög merkilega. „Einkennin þykja yfirleitt benda til geðklofa, sem hægt er að halda niðri með lyfjum. Cole-man er hins vegar mikill efasemdamaður sjúkdómsgreininga en leggur þess í stað áherslu á að fólk taki ábyrgð á eigin lífi og flýti þannig batanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×