Innlent

Álitamál hvað eigi að gera

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir það alltaf vera álitamál hvað eigi að gera og hvað mönnum þyki nóg. „Þarna er þó þessi aukning og það er alltaf þannig með þetta meðferðarstarf að það er mjög sveiflukennd þörf frá ári til árs og menn reyna að bregðast við því eftir föngum. Hins vegar eru menn alltaf að skoða hvaða aðferðir eru bestar í þessu. Meðal annars með tilliti til þess að nýta sem best fjármagnið, enda hefur verið þróun í því á þessum tíma.

Það er líka þannig að við höfum verið að skoða þróun í meðferðarstarfi og erum að gera það mjög alvarlega, meðal annars til að veita fleiri einstaklingum þjónustu miðað við fjármagnið. Þar á ég við þessa einstaklingsmiðuðu meðferð sem hefur verið mikið rædd að undanförnu," segir Magnús Stefánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×