Innlent

Harma fordóma í garð flokksins

Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að umræða um málefni innflytjenda sé hafin í samfélaginu. Miðstjórnin harmar einnig „að verið sé að ala á fordómum gagnvart flokknum fyrir að vekja athygli á og hefja umræðu um þessi mál“.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að „öll mismunun í garð trúarhópa eða ólíkra menningarheima er ekki í anda Frjálslynda flokksins“.

Miðstjórnin fagnar því að fresta eigi frjálsu flæði frá Rúmeníu og Búlgaríu, sem og átaki í íslenskukennslu fyrir útlendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×