Innlent

Borgin veitir foreldrum frístundakort

Börn í skylmingum Reykjavíkurborg verður með þessu í fremstu röð að sögn Björns Inga bæði hvað varðar breitt aldursbil og fjárhæð.
Börn í skylmingum Reykjavíkurborg verður með þessu í fremstu röð að sögn Björns Inga bæði hvað varðar breitt aldursbil og fjárhæð.

Frístundakort er nýtt styrktarkerfi vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum sex til átján ára í æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi í borginni sem reiknað er með að komist í gagnið eftir tæpt ár. Borgarráð hefur falið íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur um kerfið og skila fyrir 1. desember næstkomandi.

Gert er ráð fyrir að frístundakortið verði innleitt í þremur áföngum. Hefjist sá fyrsti haustið 2007 þar sem miðað verði við 12.000 króna framlag. Annar áfangi hefjist 1. janúar 2008 með 25.000 króna framlag. Með þriðja áfanga ljúki innleiðingu frá og með 1. janúar árið 2009 með 40.000 króna framlagi.

Miðað er við að fjárhagsrammi í hverjum hinna þriggja áfanga miðað við 70 prósent nýtingu styrkjanna verði 180 milljónir króna árið 2007, 400 milljónir árið 2008 og 640 milljónir króna árið 2009.

Vonir standa til að þetta geti farið fram með rafrænni skráningu, líkt og skráð er í tónlistarskóla borgarinnar í dag, að sögn Björns Hrafnssonar, formanns borgarráðs. „Þar geti foreldrar fengið aðgang fyrir sitt barn og valið listnám, tónlistarskóla eða íþróttagreinar. Þannig verði þetta gert með einföldum og aðgengilegum hætti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×