Innlent

Umræðan fari fram án öfga

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal

"Þessar niðurstöður eru ekki úr takt við það sem ég hafði ímyndað mér. Fjölgun útlendinga hefur verið mjög hröð á síðustu tveimur árum og stjórnvöld hafa ekki náð að vinna úr öllum þeim fjölda. En það er vaxandi skilningur á þvi að gera þurfi átak í því að kenna útlendingum íslensku og íslenska siði og venjur," segir Pétur H. Blöndal, nefndarmaður í félagsmálanefnd Alþingis.

"Hins vegar ættu menn að varast að draga of harkalegar ályktanir af þessu og sérstaklega að varast að fara út í öfgakennda umræðu. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir okkur að heiftarleg umræða getur skapað vandamálið sjálft. Það er mun skynsamlegra að fara í gegnum þetta málefnalega. Fyrst og fremst þarf að gæta þess að umræðan sé málefnaleg og öfgalaus. Við erum að ganga í gegnum það sama og aðrar þjóðir; við höfum leitað eftir vinnuafli til landsins en fengið fólk. Fólk sem er með þarfir rétt eins eins og annað fólk og það er mikill vilji til að taka vel á móti því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×