Átta sækjast eftir þremur þingsætum 10. nóvember 2006 01:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir fyrsta sætinu í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson alþingismaður getur gengið að öðru sætinu vísu. Hart er barist um næstu sæti á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira