Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum 8. nóvember 2006 00:01 Fartölvur ACER Tölvur Acer eru sagðar hafa „valdið usla“ á tölvumarkaði í Evrópu, en þar hefur merkið verið að sækja mjög í sig veðrið, samkvæmt mælingu Gartner. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira