Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar 6. nóvember 2006 03:00 Gunnar Svavarsson MYND/Valli Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Gunnar Svavarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjörið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að undirbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöðuna. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralskan sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnarfirði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynntar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunnar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöðuna eftir talningu allra atkvæða. uðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mikinn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sannfærður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í prófkjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pólitísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira