Innlent

Nýtt hjúkrunarheimili byggt

Núverandi húsnæði verður lagfært til að það nýtist betur undir starfsemina.
Núverandi húsnæði verður lagfært til að það nýtist betur undir starfsemina.

Ráðgert er að byggja 2.000–2.500 fermetra hjúkrunarheimili á Egilsstöðum á næstu 2–3 árum. Sótt verður um 30 milljóna króna framlag úr ríkissjóði sem mun skiptast niður á þrjú ár til að lagfæra núverandi húsnæði sjúkrahúss og heilsugæslu til að það nýtist betur undir starfsemina.

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að lögð sé áhersla á að byggja sem fyrst hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem eru langveikir og dvalarheimili fyrir aldraða á Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×