Erlent

Svanur felldi hug til plastbáts

Svartur svanur í Þýskalandi hefur fellt hug til hjólabáts úr plasti sem er í laginu eins og svanur. Elskendurnir hafa nú verið færðir í dýragarð og munu eyða vetrinum þar saman.

Peter Overschmidt, eigandi bátsins, ákvað að hýsa bátinn ekki innandyra í vetur eins og hann gerir venjulega og fær svanurinn því að vera í návistum við hinn fótknúna elskhuga næstu mánuðina.

Líffræðingur í Münster í Þýskalandi segir svaninn, sem gengur undir nafninu Svarti Pétur, hafa sýnt öll merki þess að vera í tilhugalífinu þegar hann hringsólaði kringum bátinn. Svarti Pétur starði endalaust á bátinn og gaf frá sér ástarhljóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×