Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri 6. nóvember 2006 05:45 Meðal þess sem fauk um víðan völl í gær voru trampólín. Lögregla og björgunarsveitarmenn unnu sleitulaust við að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu í gær. Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira