Hringhlaup í miðbænum 6. nóvember 2006 03:00 Líklegt er að Félag 100 kílómetra hlaupara standi fyrir fyrsta 100 kílómetra hlaupinu á Íslandi á næsta ári eða árið þar á eftir. Hér má sjá nokkra af helstu langhlaupurunum í félaginu. Vangaveltur eru meðal íslenskra langhlaupara um að halda hundrað kílómetra hlaup á Íslandi og yrði það í fyrsta sinn sem svo langt hlaup er haldið hér. Gunnlaugur A. Júlíusson langhlaupari segir að mikill spenningur séu fyrir því að halda hlaupið á næsta ári eða þarnæsta ári og allar líkur að af því verði. Líklegast sé að hlaupið verði hringhlaup í miðbænum. „Það eru æ fleiri farnir að sjá að þeir geta þetta og ég held að þeim muni fjölga á komandi árum. Þeir eru margir sem hlaupa maraþon út og suður og margir hlaupa mjög hratt. Þennan hóp langar í nýjar áskoranir,“ segir Gunnlaugur sem sjálfur hefur unnið mörg afrek í hlaupum. Líklegt er að Félag 100 kílómetra hlaupara standi fyrir hlaupinu og læri af hlaupi sem fram fór á Borgundarhólmi 2004 þar sem hlaupið var kringum eyjuna. Tuttugu drykkjarstöðvar þurfti. „Það er dálítið mál að manna drykkjarstöðvarnar ef hlaupið er beint milli tveggja punkta en það er minna mál ef hlaupinn er lítill hringur, þá þarf bara tvær drykkjarstöðvar,“ segir hann. Ýmsar leiðir koma til greina. Gunnlaugur segir að hægt sé að hlaupa í Nauthólsvík, þar sem hringurinn er 2,3 kílómetrar, eða úr miðbænum vestur á Seltjarnarnes og til baka. Sá hringur er tíu kílómetrar. „Ef hlaupið er í miðbænum gætu einhverjir glæpst til að horfa á,“ segir hann. Ekkert mál er að hlaupa sama hringinn hring eftir hring. „Það er mjög gott að hlaupa með sólgleraugu,“ segir Gunnlaugur. „Þau þekjast smám saman af svita og salti og þá lokast maður inni og er bara í sínum heimi.“ Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Vangaveltur eru meðal íslenskra langhlaupara um að halda hundrað kílómetra hlaup á Íslandi og yrði það í fyrsta sinn sem svo langt hlaup er haldið hér. Gunnlaugur A. Júlíusson langhlaupari segir að mikill spenningur séu fyrir því að halda hlaupið á næsta ári eða þarnæsta ári og allar líkur að af því verði. Líklegast sé að hlaupið verði hringhlaup í miðbænum. „Það eru æ fleiri farnir að sjá að þeir geta þetta og ég held að þeim muni fjölga á komandi árum. Þeir eru margir sem hlaupa maraþon út og suður og margir hlaupa mjög hratt. Þennan hóp langar í nýjar áskoranir,“ segir Gunnlaugur sem sjálfur hefur unnið mörg afrek í hlaupum. Líklegt er að Félag 100 kílómetra hlaupara standi fyrir hlaupinu og læri af hlaupi sem fram fór á Borgundarhólmi 2004 þar sem hlaupið var kringum eyjuna. Tuttugu drykkjarstöðvar þurfti. „Það er dálítið mál að manna drykkjarstöðvarnar ef hlaupið er beint milli tveggja punkta en það er minna mál ef hlaupinn er lítill hringur, þá þarf bara tvær drykkjarstöðvar,“ segir hann. Ýmsar leiðir koma til greina. Gunnlaugur segir að hægt sé að hlaupa í Nauthólsvík, þar sem hringurinn er 2,3 kílómetrar, eða úr miðbænum vestur á Seltjarnarnes og til baka. Sá hringur er tíu kílómetrar. „Ef hlaupið er í miðbænum gætu einhverjir glæpst til að horfa á,“ segir hann. Ekkert mál er að hlaupa sama hringinn hring eftir hring. „Það er mjög gott að hlaupa með sólgleraugu,“ segir Gunnlaugur. „Þau þekjast smám saman af svita og salti og þá lokast maður inni og er bara í sínum heimi.“
Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira