Innlent

22.000 skrifa undir áskorun

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Stuðningur við frumvarpið nánast fordæmalaus í sögu þingsins.
Ágúst Ólafur Ágústsson. Stuðningur við frumvarpið nánast fordæmalaus í sögu þingsins.

Um 22.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að samþykkja beri lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir slíkan stuðning nánast fordæmalausan í sögu þingisins.

„Þó að þetta sé í fjórða sinn sem frumvarpið er lagt fram hefur þingheimur ekki enn fengið tækifæri til að taka afstöðu til málsins, þar sem það hefur aldrei fengist til umræðu á þinginu,“ segir Ágúst Ólafur. Hann bendir á að sömuleiðis liggi fyrir frumvarp dómsmálaráðherra sem geri almennt ráð fyrir fjögurra ára lengingu á fyrningarfresti. Með slíkri breytingu næðist fram mikilvægur áfangasigur sem beri að fagna. Ágúst Ólafur og aðrir flutningsmenn telji hins vegar að stíga eigi skrefið til fulls og afnema fyrningarfrest.

Sé litið til þess hvenær þolendur leiti sér aðstoðar, til að mynda hjá Stígamótum, komi í ljós að rúmlega 40 prósent eru 30 ára eða eldri. Samkvæmt núgildandi lögum séu öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolanda. Með samþykkt á frumvarpi dómsmálaráðherra verði öll kynferðisbrot gegn börnum fyrnd við 33 ára aldur þolands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×