Innlent

94 leyfi það sem af er ári

Í októbermánuði gaf Persónuvernd út sjö leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir. Það sem af er þessu ári hefur Persónuvernd gefið út 94 leyfi og segir Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur Persónuverndar, stærstan hluta þeirra vegna vísindarannsókna.

Sem dæmi um leyfi í október má nefna leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsókna á þroskaferli barna með Downs- heilkenni og rannsókna á sjúklingum með sykursýki tegund 2 á Heilsugæslu Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×