Innlent

Sálfræðingar sinni sálgæslu

Ung vinstri græn lýsa sig algjörlega mótfallin trúboði í skólum og vísa hér til hinnar svokölluðu „vinaleiðar“ sem fram fer í opinberum skólum. Ung vinstri græn krefjast þess að gætt sé hlutleysis í öllu starfi grunnskóla landsins.

Að mati stjórnar Ungra vinstri grænna er hin svonefnda vinaleið ekkert annað en trúboð þó reynt sé að breiða yfir það með því að tala um sálgæslu. Ung vinstri græn telja sálfræðinga og félagsráðgjafa mun betur í stakk búna til að sinna sálgæslu í grunnskólum enda hafa þeir sérfræðimenntun á því sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×