Erlend börn standa verr að vígi en íslensk 5. nóvember 2006 09:00 Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri. Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.
Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira