Innlent

Hundaganga í miðbænum

Nú er úti veður vott...  En hundar láta það ekki aftra sér frá því að taka þátt í árlegri viðhafnargöngu.
Nú er úti veður vott... En hundar láta það ekki aftra sér frá því að taka þátt í árlegri viðhafnargöngu. MYND/Davíð

Hvorki hundar né menn létu votviðrið aftra sér í gær þegar árleg ganga Hundaræktarfélags Íslands niður Laugaveginn fór fram.

Lagt var af stað frá Hlemmi klukkan 13, en hefðinni samkvæmt voru það lögregluhundar sem leiddu hópinn ásamt hundum og eigendum sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknaþjónustu Rauða kross Íslands. Skólahljómsveit Kópavogs sló taktinn í göngunni sem endaði í Hljómskálagarðinum þar sem íþróttadeild Hundaræktarfélagsins sýndi hundafimi og gestir og gangandi létu hunda sína spreyta sig á margs konar æfingum.

Í gærkvöldi var hundum svo skilað heim meðan félagsmenn snæddu kvöldverð, dönsuðu og skemmtu sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×