Innlent

Hertar reglur um handfarangur

Vökvar í handfarangri verða frá og með morgundeginum skimaðir við öryggisskoðun og skulu vera í lokuðum glærum pokum.
Vökvar í handfarangri verða frá og með morgundeginum skimaðir við öryggisskoðun og skulu vera í lokuðum glærum pokum.

Nýjar reglur um hvað má ferðast með í handfarangri í öllum löndum EFTA og Evrópusambandsins taka gildi á morgun, 6. nóvember. Þá verður allur vökvi, sem farþegar hafa í handfandfarangri, að vera í glærum poka og hver eining umbúða má ekki rúma meira en 100 millilítra af vökva.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsinga- og kynningafulltrúi Flugmálastjórnar, segir best að farþegar séu með sem minnstan vökva í handfarangri til að forðast óþægindi en allur vökvi í handfarangri verður skimaður við öryggisskoðun. „Kaupi fólk ilmvatn eða aðra vökva í Fríhöfninni fær fólk það í innsigluðum umbúðum sem ekki má rjúfa fyrr en á áfangstað.“

Algengir hlutir sem fólk hefur með sér og flokkast undir vökva eru: gos, áfengi, ilmvatn, rakakrem, tannkrem, varagloss, sápur og sjampó svo eitthvað sé nefnt.

Ef bannaðir hlutir finnast í handfarangri eins og oddhvassir hlutir eða vökvar í stærri umbúðum en 100 ml fær farþeginn ekki að fara með þá inn fyrir öryggishlið.

Þá taka í gildi nýjar reglur um stærð handtösku 6. maí 2007 en þá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×