Lagt hefur verið fram í bæjarstjórn Ölfuss verðmat á 336,3 ha landsvæði vegna samnings um sölu á landi undir golfvöll á Hafnarsandi.
Landsvæðið sem var verðmetið afmarkast að sunnan af núverandi golfvallarsvæði ofan Þorlákshafnar, að vestan af Þorlákshafnarvegi, að norðan af Eyrarbakkavegi og að austan af sjávarkambi. Drög að kaupsamningi voru kynnt á síðasta bæjarstjórnarfundi en afgreiðslu málsins frestað. Hvorki kemur fram í fundargerð hvert er verðmat alls svæðisins né hversu mikið land á að selja undir golfvöll eða hvert er söluverð og kaupandi.