Innlent

Forsetinn seldi neyðarkall

Forsetinn hóf fjáröflunina í Smáralindinni í gær.
Forsetinn hóf fjáröflunina í Smáralindinni í gær.

Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hóf síðdegis í gær fjáröflun Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að selja fyrsta neyðarkallinn.

Fjáröflunin er til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins og mun standa yfir helgina en hún gengur út á að selja litla neyðarkalla á 1.000 krónur stykkið.

Á höfuðborgarsvæðinu mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og á öðrum fjölförnum stöðum en á landsbyggðinni verður gengið í hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×