Björk í efsta sæti 4. nóvember 2006 18:00 Björk Guðmundsdóttir er mikils metin hjá heimasíðunni Drowned in Sound. MYND/Heiða Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira